Stafræn umbreyting


Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum hve gríðarlegar breytingar snjallvæðing og upplýsingatækni hafa haft á daglegt líf okkar á undanförnum misserum. Loksins eru markaðir, innviðir og fjarskiptin orðin þannig að þau geta borið þær hugmyndir sem vaknað hafa á síðustu áratugum. Þróun og útfærsla tækninnar hefur því tekið stökk og gera okkur kleift að hrinda í framkvæmd nýjum viðskiptahugmyndum eða breytt upplifun, þjónustu viðskiptum, samskiptum og ferlum.

​​Umbreytingu fylgja margar áskoranir sem breyta daglegu lífi eða venjum. Því skiptir máli að nálgast slík verkefni af kostgæfni og víðsýni. Stafræn umbreyting (e. Digital transformation) er einn liður í fjórðu iðnbyltingunni en umfram allt leið til aukins árangurs í samkeppni á markaði.

Stafræn umbreyting tekur mið af menningu og stöðu hverju sinni og þarf reglulega að endurmeta verkefnið til að það beri árangur. Stafræn umbreyting er því sjaldnast eitt stórt verkefni, heldur unnin í samræmi við stefnu í smærri verkefnum að settu marki.


Í huga margra er stafræn umbreyting t.d. vefverslun, skýjavæðing, sjálfsafgreiðsla eða sjálfvirknivæðing, en verkefnið er sjaldnast svo einfalt. Stundum er talað um stafvæðingu eða enska orðið “digitalization”, en stafræn umbreyting er víðtækara hugtak og því að mörgu að huga að og engin tvö verkefni eins

​ Í umbreytingaverkefni er algengt að fást við eða horfa til eftirfarandi þátta:

  • Breyta eða endurnýja viðskiptalíkanið
  • Skilja og skilgreina upplifun og þarfir viðskiptavina
  • Breyta ferlum og beita aukinni sjálfvirkni og gervigreind
  • Þjálfa starfsfólk t.d. með stafrænni fræðslu
  • Umbylta tæknilegum innviðum
  • Verkstýring breytinga (breytingastjórnun)
  • Einföldun tæknikeðju
  • Uppfæra eða úrelda stöðnuð kerfi
  • Aðlaga eða breyta stjórnskipulagi
  • Móta stefnu upplýsingatækni
Einar Þór Bjarnason
Einar Þór BjarnasonEinar hefur lengi starfað við stjórnunarráðgjöf bæði hérlendis og erlendis. Hann starfaði um árabil hjá ráðgjafafyrirtækinu Accenture og hjá stefnumótunarfyrirtækinu Adcore Strategy. Hann hefur einbeitt sér að stefnumótun og skipulagsbreytingum fyrirtækja ásamt því að aðstoða þau við eflingu stjórnendahópsins. Ennfremur hefur hann í töluverðu mæli tekið að sér verkefnisstjórn stærri sem og smærri verkefna. Einar er með M.Sc. í iðnaðar- og framleiðsluverkfræði og MBA með áherslu á stefnumótun og stjórnun

Einar Þór Bjarnason

einar@intellecta.is

Guðni B. Guðnason
Guðni hefur margháttaða reynslu sem framkvæmdastjóri og forstjóri og stýrt tölvudeildum stórra fyrirtækja m.a. í upplýsingatækni, á fjármálamarkaði og í verslunarrekstri. Guðni var einn af stofnendum Álits sem síðar varð ANZA en það var fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfði sig í útvistunarþjónustu í upplýsingatækni og var hann framkvæmdastjóri þess í 9 ár. Guðni var ráðgjafi hjá Deloitte í tæp fimm ár við greiningar á þörfum viðskiptavina og hönnun kerfa og stjórnskipulags sem höfðu að markmiði að auka skilvirkni. Guðni hefur einnig tekið þátt í mótun viðskiptastefnu og upplýsingatæknistefnu, gerð tíma-, aðfanga og kostnaðaráætlana margra fyrirtækja. Guðni er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóli Íslands og útskrifaðist 1986, einnig nám úr CIO Academy: Oxford University og Gartner Group árið 2014.

Guðni B. Guðnason

gudni@intellecta.is

Guðmundur Arnar Þórðarson
Guðmundur Arnar ÞórðarsonGuðmundur leiðir upplýsingatækniráðgjöf sem í felst m.a. í verkefnum við úttektir upplýsingakerfa, hagræðingu, stefnumótun, stjórnskipulagi og útvistun. Guðmundur hefur 20 ára reynslu af upplýsingatækni sem sérfræðingur, ráðgjafi og stjórnandi, en hann starfaði áður hjá Þekkingu. Einnig hefur hann unnið hjá Origo og RB. Guðmundur er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og PMD frá Háskóla Reykjavíkur auk fjölbreyttrar menntunar á sviði upplýsingatækni og verkefnastjórnunar.

Guðmundur Arnar Þórðarson

gudmundur@intellecta.is

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.