Slide 1

Störf í boði

Ert þú að leita að nýju starfi eða vilt hafa augun opin fyrir spennandi tækifærum?

Ráðningaþjónusta Intellecta

Persónuleg þjónusta og metnaður fyrir góðum faglegum ráðningum er okkar ástríða

Góð ráð og sniðmát

Best er að vanda til við umsóknir og allan frágang. Hér eru sniðmát sem þú getur nýtt.


Störf: Skráning í gagnagrunn Intellecta

Almenn umsókn

Við auglýsum eingöngu hluta af þeim störfum sem við erum að vinna að. Settu þig á skrá hjá okkur til að auka möguleika þína á að fá draumastarfið.

IDStarf

Seaborn

Kópavogur

Bókari

Seaborn óskar eftir að ráða nákvæman og reyndan bókara í 100% stöðu til að slást í hópinn þeirra á Íslandi. Viðkomandi mun bera ábyrgð á bókhaldi, greiðslum og launum tengdum starfsemi fyrirtækisins á Íslandi.

IDStarf

Landhelgisgæsla Íslands

Höfuðborgarsvæðið / Norðurland

Vélstjóri

Landhelgisgæsla Íslands óskar eftir að ráða metnaðarfullan og kraftmikinn einstaklingi í starf vélstjóra í áhöfn á varðskipum stofnunarinnar. Viðkomandi þarf að geta starfað sem yfirvélstjóri og undirvélstjóri.

IDStarf

Matvælastofnun

Selfoss / Reykjavík

Mannauðsstjóri

Matvælastofnun óskar eftir að ráða framsækinn og metnaðarfullan einstakling í starf mannauðsstjóra.

IDStarf

Eik fasteignafélag

Reykjavík

Gagnagrunnssérfræðingur

Eik fasteignafélag leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi með brennandi áhuga á gagnavinnslu og nýsköpun í starf gagnagrunnssérfræðings.

IDStarf

Lota

Sérfræðingur í iðnstýrikerfum

Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur í Lotu og því leitum við að liðsauka í frábæra stýriteymið okkar sem vinnur að skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum. Við leitum að einstaklingi með góða tækniþekkingu, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni til að vinna náið með samstarfsfólki við lausn verkefna.

IDStarf

Lota

Háspennuhönnuður

Hjá Lotu eru spennandi tímar framundan og því leitum við að liðsauka í frábæran hóp hönnuða sem vinnur að mjög skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum á sviði orkumála. 

IDStarf

Sól - Sálfræði- og læknisþjónusta

Kópavogur

Starfsmaður í móttöku

Sól, sálfræði- og læknisþjónusta, óskar eftir að ráða til sín jákvæðan og drífandi aðila í 60% starf. Starfið felur í sér móttöku skjólstæðinga, símsvörun og tímabókanir auk almennra skrifstofustarfa. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af móttökustörfum í heilbrigðisþjónustu og geti hafið störf sem fyrst.

IDStarf

Viðskiptavinur Intellecta

Forritarar – margvísleg tækifæri

​​​​​​​Erum með áhugaverð störf í boði fyrir háskólamenntaða hugbúnaðarsérfræðinga sem hafa náð góðum árangri í forritun.   

IDStarf

Viðskiptavinur Intellecta

Upplýsingatæknisérfræðingur

Ert þú í leit að nýjum tækifærum á sviði hugbúnaðargerðar eða annarra starfa á sviði upplýsingatækni? Við óskum eftir háskólamenntuðum upplýsingatæknisérfræðingum á skrá.

IDStarf

Sveitarfélagið Skagafjörður

Sauðárkrókur

Forstöðumaður framkvæmda

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf forstöðumanns framkvæmda. Um nýtt starf er að ræða sem heyrir beint undir sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs.

IDStarf

Sveitarfélagið Skagafjörður

Sauðárkrókur

Skólastjóri Árskóla

Staða skólastjóra Árskóla er laus til umsóknar. Leitað er að einstaklingi með leiðtogahæfni og víðtæka þekkingu á skólastarfi til að veita skólanum faglega forystu og leiða skipulagningu á skapandi skólastarfi í stöðugri framþróun í samvinnu við nemendur, kennara, foreldra og skólayfirvöld. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Við veitum frekari upplýsingar:


Birna Dís Bergsdóttir

Birna Dís Bergsdóttir

Lea Kristín Guðmundsdóttir

Lea Kristín Guðmundsdóttir

Sigríður Svava Sandholt

Sigríður Svava Sandholt

Sóllilja Rut Kristbjörnsdóttir

Sóllilja Rut Kristbjörnsdóttir

Thelma Kristín Kvaran

Thelma Kristín Kvaran

Torfi Markússon

Torfi Markússon

Þuríður Pétursdóttir

Þuríður Pétursdóttir